Rjúpnaskot.

Hvað skot á ég að nota er oftar en ekki spurt um í upphafi rjúpnavertíðar. Mitt svar við því er góð skot því dagar eru fáir sem gefast til veiða og oft er farið um langan veg til þess að komast á veiðislóð. Fiocchi haglaskotin koma frá Ítalíu og fást hjá Jóa byssusmið. Haglastærð #5 er ákjósanleg.

Notaðar veiðibyssur.

Oft má gera góð kaup í notuðum veiðibyssum. Hjá Jóa byssusmið færðu meðal annars Mauser M03 á 250.000 kr.(Mauser Seldur) Raunvirði með sjónaukafestingum er um eða yfir 700.000 kr. Auk þess má nefna Bettinsoli Overlnd á 220.000kr sem er afar hagstætt verð. Bettinsoli Overland var góðærisbyssa fyrir 10 árum. Nánari lýsingar má sjá hér á heimasíðu í dálknum fyrir notaðar byssur og enn betra er að koma á Dalbraut 1 og skoða með eigin augum.

Mauser M03. Cal 300 Win Short Magnum.
Verð: 250.000 kr Seldur.

Á haustin brúkum við haglabyssur.

Á haustin brúkum við haglabyssur og veitir Jói byssusmiður hollráð við val á veiðibyssum. Það skiptir öllu máli að byssan falli vel að öxl og þar sem við erum misjöfn af guði gerð er ekki sjálfgefið að haglabyssa ný úr kassanum uppfylli væntingar. Það er óþarfi að laga það sem ekki þarf að laga en þess meiri ástæða til að nýta sér þekkingu byssusmiðs þegar það á við. Þú færð Bettinsoli á verði frá 149.000 kr. Hjá Jóa byssusmið.

Mauser M18.

Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir er ég fór að handleika Mauser M18 var skeftið. Stamt á réttum stöðum og laust við sveigju. Það er fátt sem veldur meiri vonbrigðum þegar farið er með nýjan veiðiriffil í fyrsta skipti og skeftið legst utan í hlaup þegar tvífótur er kominn á.

Það er hægt að treysta því að skeftin frá Mauser standast væntingar.

Mauser M18 & Bettinsoli

Jói byssusmiður er að taka í hús Mauser M18 og Bettinsoli haglabyssur.

Mauser M18 er fáanlegur í cal. 243 & 308. Kynningarverð er 100.000 kr.

Bettinsoli tvíhleypur eru fáanlegar á verði frá 149.000 kr.

Bettinsoli hálfsjálfvirkar haglabyssur eru á verði frá 159.000 kr.

Viltu vinna hljóðdeyfir?

www.joibyssusmidur.com í samstarfi við http://www.a-tec.no/ vilja gefa þér kost á að eignast Optima 45 hljóðdeyfir, hraðtengi og snittun á þína veiðibyssu. Til þess að komast í potinn þarftu að læka og deila. (Mynd sýnir ýmsar útfærslur af Optima)
Dregið verður 1 Júlí. Jóhannes Ingi Böðvarsson frá Akranesi var dreginn út í Fésbókarleik og er því vinningshafi.

Nokkrir rifflar smíðaðir af Jóa byssusmið.

Nokkrir rifflar smíðaðir af Jóa byssusmið sá efsti er Mauser 98 cal 7×62 var að vinna við hann á Liege Arms árunum.

Næsti Mauser 98 cal 7-08 (7-08 var inn á þessum árum) smíðaður árið 1995 í byssusmíðasklólanum í Liege.
Í miðjuni Mauser 98 cal 6,5-284. Næst neðstur er Mauser 98 smíðaður á Dumolin lás cal 6,5-284.

Neðstur er riffil smíðaður á Dakota 97 action cal .308 Win