Upplýsingar um blámun.

Jói byssusmiður fær reglulega fyrirspurnir um blámun á byssum og íhlutum í byssur.  Hér verður  reynt að svara algengum spurningum sem reglulega koma upp.

  1. Hvað kostar að bláma mín byssu? Það fer eftir ástandi og umfangi á verkinu. Algengt er að bláum kosti frá 30.000 kr og allt að 60.000 kr
  • Get ég fengið efni hjá Jóa byssusmið og gert þetta sjálfur? Það er því miður ekki í boði því byssubláminn sem Jói byssusmiður notar virka á háum hita langt yfir suðumarki. Auk þess eru efnin ætandi og leyfisskild.
  •  Er langur afgreiðslutími? Já það getur verið bið á því að Jói byssusmiður blámi. Oftast er blámað tvisvar til þrisvar á ári eftir því sem verkefnastaða kalla á.
  • Get ég flýtt fyrir með því að vinna stálið sjálfur undir bláman? Það er því miður ekki í boði. Jói byssusmiður sér sjálfur um alla undirvinnu og í sumum tilfellum er undirvinnan allt að 90% af verkinu þegar hlaup og íhlutir eru póleðarir.
  • Hver er munur á stáli sem er glerblásið eða pólerað?  Glerblástur er oftar en ekki notaður þegar hlaup eru tærð og illa farin. Þá verður áferð blámans mattari.  Pólearð hlaup fær djúpan bláma sem speglast á.
  • Borgar það sig fyrir mig að láta bláma gamla byssu?  Já og Nei. Þetta verður hver og einn að meta. Oftar en ekki er Jói byssusmiður að gera upp veiðibyssur sem hafa gengið á milli kynslóða og eru hlaðnar góðum tilfinnigum og endurminningum.
  • Eftir blámun hvað þá? Jói byssusmiður setur veiðibyssuna saman og allar byssur eru prufuskotnar. Tréverk er unnið eftir óskum eiganda og  getur endanlegur kostnaður orðið áþekkur og kaup á ódýrum veiðibyssum.