Þjónusta

Síðan 1996 hefur Jói byssusmiður þjónustað skotveiðimenn um land allt, fyrst á Norðurstíg 3 í Reykjavík , síðan að Dunhaga 18 í R.vík og í Ellingsen. Nú er Jói byssusmiður til húsa á Dalbraut 1. 105 Reykjavík.

Opið daglega frá 14:00 til 18:00. Sími 561-1950. Netfang hjá Jóa byssusmið er icelandicknives@simnet.is

Það sem í boði er:

Alhliða viðgerðarþjónusta á skotvopnum, hreinsun og prófun.

Skeptissmíði, viðgerðir á skeptum, olíubera skepti, Skeptismátun. Lengi og stytti skepti eftir þörfum hvers og eins.

Sjónauka ásetningar og stillingar á sjónaukum. Aðstoð við innstillingar og undirbúningur fyrir hreyndýraskotpróf. Aðstoð við val á skotfærum og endurhleðsla.

Aðstoð við val á byssum og fylgihlutum,

Sérpöntun á sjónaukum og sjónaukafestingum.