Aselkon Kynning

Aselkon er stór fyrirtæki í Konya Tyrklandi í vökva og háþrýsti iðnaði. Árið 2019 fóru þeir út í framleiðslu á skotvopnum og þá hálfsjálfvirkum haglabyssum og loftrifflum, Jói byssusmiður hefur  nú hafið innflutning á þeim. Haglabyssurnar eru byggðar á Interia Technology skiftibúnaðinum sem er þekktur í Benelli byssunum, þær eru framleiddar í nokkuð mörgum útfærslum en um tvö model er að ræða “Inter” og “Redstone” Inter er dýrari útfærslan  þar sem hægt er að losa efri hluta  húsins  frá  ásamt hlaupinu og  auðveldar þetta t.d. þrif á byssuni. Bysunar eru þrýstiprófaðar í verksmiðjunni við 1500 bar. Byssurnar eru 2,8 kg. á þyngd sem gerir þær léttar og meðfærilegar. Hveri byssu fylgir  4  aukaþrengingar, stilliskinnur  fyrir skefti, taska og ólarfestingar.