Nú er lag að krækja sér í aukahlaup fyrir Sauer 202. Vorum að fá í umboðsölu hlaup í cal. 25-06 & 9,3×62. Selt.
Við þökkum góðar viðtökur á vörum frá Leica. Erum að vinna í næstu pöntun og því upplagt að tryggja sér betra verð með því að forpanta og staðfesta með innborgun.
Hjá Jóa byssusmið færðu Mauser veiðiriffla. Þar má nefna Mauser M18 sem kostar 125.000 kr og er trúlega bestu kaupin í þessum verðflokki. Mauser M12 og Mauser M03 eru gæða gripir sem vert er að skoða.

M18 Verð: 125.000 kr.

M12 IMPACT Verð: 351.000 kr.

M03 PURE Verð: 650.000 kr.
Loks kom að því að prufuskjóta Mauser M18. Fyrir valinu urðu 100gr hreindýraskot frá Hornady og Sako. Vel líkaði mér árangurinn og svo vildi til að góður skotmaður var á svæðinu og skilaði hann þessari þriggja skota grúbbu.
Leica RANGEMASTER CRF 2400-R er mættur til starfa. Sjón er sögu ríkari og á stéttini fyrir utan hjá Jóa byssusmið er gott útsýni þegar skoða þarf sjóngler.
Verð: 84.000 kr
Alltaf eitthvað nýtt hjá Jóa byssusmið.
Léttur dagpoki með veðurhlíf í áberandi sýnileikalit.
Verð: 17.000 kr.
Þessi er spennandi. Mauser M12 Black Impact. Cal 308 Win. Hér fara Þýsku verkfræðingarnir á kostum og ”COMPACT, LONG-RANGE SPECIALIST” á vel við. Verð: 351.000 kr.
Hér má sjá Jóa sýna M12 Impact: https://www.youtube.com/watch?v=qQZpHp2DFFM&feature=share&fbclid=IwAR23Lob8oe_RNBWcKbXikj67Y-8O9qYAxB4Gg4Vvw2bbjZSxuuwhT4m_v4Y
Beretta 87 Target. Ný og ónotuð byssa. Verð: 120.000 kr
Hér eru myndir af Bruno riffli sem Jói byssusmiður hefur lokið við að gera upp.
Jói byssusmiður hefur fengið það staðfest að Bergara komi til með að bjóða þeim sem skjóta af vinstri öxl veiðiriffla.
B14 Timber verður fáanlegur í cal 308 Win með boltahandfangið vinstramegin. B14 HMR verður fáanlegur í cal 308 Win og 6.5 Creed.
